SKILMÁLAR VEFVERSLUNAR

HM í handbolta: Ísland vinnur, þú vinnur

Ef dýna er keypt á tímabilinu 11. – 22. janúar á 120 nátta prófun ekki við. Ef íslenska handboltalandsliðið vinnur aftur á móti til verðlauna á heimsmeistaramótinu í handbolta þá eiga allir þeir sem versluðu Sleepy vörur (dýnur, kodda og hlífðarlök) rétt á að fá vöruna endurgreidda, að því gefnu að haft verði samband við Sleepy, , og óskað eftir endurgreiðslu fyrir 1. febrúar. Vsk af Sleepy vörum er ekki endurgreiddur og tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Versla þarf Sleepy dýnuna á fullu verði og ekki er hægt að nýta tilboð, viðbót eða aðra afslætti, enn ef svo vill til þá falla kaup undir hefðbundna skilmála og 120-nátta prófun gildir.

Almennt
Sleepy.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á sleepy@sleepy.is.

Verð
Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara vegna gengisbreytinga eða innsláttarvillu.

Afhending vöru
Sleepy.is ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi við útkeyrslu hér á Íslandi ef flutningurinn er ekki í gegnum Sleepy.is. Ef kaupandi óskar eftir að tryggja vöru í keyrslu skal hann hafa samband við sitt tryggingafélag.

Greiðslur
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslugátt Korta, Pei og Netgíró.

Skila- og endurgreiðsluréttur
Kaupandi hefur 120 daga frá afhendingu til að skila Sleepy® Original dýnunni til seljanda ef hann er ekki að fullu ánægður með dýnuna eða skiptir um skoðun innan þess tíma og er varan þá endurgreidd að fullu (HM í handbolta leikurinn/tilboðið á ekki við). Varan þarf að vera vel með farin og plöstuð og henni skal skilað á lager Sleepy. Athugið að ef um er að ræða tilboðskaup á Sleepy® Original dýnu þar sem önnur vara fylgir með í kaupbæti er andvirði þeirrar vöru sem fylgdi með dregið frá heildarupphæð kaupanna. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Sleepy.is gæti notað þessar upplýsingar til að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina sinna. Ekki undir neinum kringumstæðum verður þessum upplýsingum miðlað til þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Sleepy.is, verður málinu vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur.

Um okkur
Sleepy.is (Vest import ehf. kt. 470120-0880). VSK-númer 138889. Netfangið okkar er sleepy@sleepy.is.

UM NOTKUN VAFRAKAKA Á SLEEPY.IS

Vafrakökur
Sleepy.is notar vafrakökur á vefsvæðinu til þess að tryggja bestu mögulegu upplifun notenda og eðlilega virkni á vefnum. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi, þar á meðal til að bæta virkni vefsvæðisins, við greiningar og til að beina auglýsingum til markhópa.

Hvað eru vafrakakökur?

Vafrakökur eru litlar textaskrár, sem hlaðast inn í vafra þegar þú ferð inn á ákveðin vefsvæði. Vafrakökurnar gera það að verkum að vefsíðan man eftir þér og hvernig þú notaðir síðuna í hvert sinn sem þú heimsækir hana aftur. Við notum þessar upplýsingar til að bæta upplifun notenda, í markaðslegum tilgangi og við þróun á vefsíðunni okkar. Vafrakökur innihalda ekki persónuupplýsingar á borð við nafnið þitt, netfang, símanúmer eða kennitölu.

Hvernig get ég stillt notkun á vafrakökum?

Þú getur stýrt því hvernig þú notar vafrakökur í þínum vafra. Gott er að hafa í huga að með því að slökkva á vafrakökum getur þú haft áhrif á notendaupplifun þína. Ef þú vilt nálgast leiðbeiningar um hvernig stilla má notkun á vafrakökum eða slökkva alfarið á notkun þeirra bendum við á www.allaboutcookies.org.