Sleepy Hybrid koddinn

kr.21.990,

Koddinn er endurfæddur! Hönnun Sleepy® Hybrid koddans tekur mið af svefnrannsóknum. Hann heldur jafnvægi á hitanum og með einföldum hætti er hægt að stjórna bæði þykkt og þéttleika koddans.

Einstakur koddi

Þykktarstilling

Stjórnaðu þykkt og þéttleika koddans eftir þínum óskum með því að bæta við eða fjarlægja Nanotube einingar.

Hitajafnvægi

Outlast® er tækni hönnuð af NASA sem tryggir það að þér er aldrei of kalt eða of heitt.

Stuðningur eftir þínu höfði

Hver Nanotube eining lagar sig fullkomlega að þinni stellingu og styður við höfuð, háls og hryggsúlu.

Þægindi báðum megin

1. Outlast®

Outlast® tæknina finnur þú á annarri hlið koddans, í bland við mjúkan andardún. Outlast® heldur jafnvægi á líkamshitanum og dúnninn eykur á munaðinn.

2. Útloftunarnet

Hliðarnetin, ásamt Nanotube einingunum, tryggja gott loftflæði. Þannig helst koddinn svalur alla nóttina.

3. Mjúk jacquard bómull

Hin hlið koddans er búin til úr 300 þráða jacquard bómull, ásamt microfiber efni. Þessi léttu og endingargóðu efni eru ótrúlega mjúk viðkomu.

Nanotube tæknin

Hin hugvitsamlega Nanotube tækni byggir á þéttum en teygjanlegum einingum úr minnissvampi sem hannaðar eru til að laga sig að líkamanum, sama hvernig legið er, en hver koddi inniheldur hundruð Nanotube eininga. Með því að fjölga einingum eða fækka þeim nærð þú að stilla hæð og þéttleika koddans eftir þínum óskum. Nanotube tæknin tryggir einnig gott loftflæði í gegnum koddann.

Byltingarkenndur koddi

sérstaklega fyrir þig

Outlast®

Hugvitsamleg tækni, upphaflega hönnuð af NASA fyrir geimferðir, heldur jafnvægi á líkamshitanum.

Dúnn sem andar

Mjúkur andadúnninn eykur munað og hleypir lofti inn og út.

Nanotube einingar

Þéttar en teygjanlegar einingar úr minnissvampi sem hannaðar eru til að laga sig að líkamanum og veita góðan stuðning.

Microfiber

Þökk sé microfiber efninu er þessi hlið koddans mjúk, endingargóð og ofnæmisfrí.

Jacquard bómull

Microfiber efnið er umvafið silkimjúkri 300 þráða jacquard bómull, sem veitir enn meiri mýkt.

Breidd

70 cm

Hæð

50 cm